Dægurmál | 4.3.2009 | 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lexía 1:
Maður fer í sturtu rétt í þann mund, er konan hans er að ljúka sinni og dyrabjallan hringir.
Konan vefur um sig handklæði og hleypur til dyra.
Hún opnar hurðina og úti stendur Biggi úr næsta húsi.
Áður en henni tekst að koma upp orði segir Biggi: "Ég gef þér hundraðþúsund ef þú lætur handklæðið falla".
Hún hugsar sig um smá stund og lætur svo handklæðið falla og stendur nakin fyrir framan Bigga. Eftir nokkrar sekúndur lætur Biggi hana fá hundraðþúsund og fer.
Konan vefur handklæðinu aftur utan um sig og fer aftur inn.
Þegar hún kemur inn á bað spyr eiginmaðurinn: "Hver var þetta?"
"Þetta var Biggi í næsta húsi", svarar hún.
"Frábært", segir maðurinn, "nefndi hann eitthvað um þessi hundraðþúsund sem hann skuldar mér?"
Boðskapur sögunnar:
Ef þú deilir mikilvægum upplýsingum varðandi lán og áhættu með hluthöfum tímanlega geturðu verið í aðstöðu til að koma í veg fyrir óþarfa afhjúpun
Lexía 2:
Prestur bauð nunnu far. Hún settist inn og krosslagði fætur, sem varð til að bera fót hennar.
Presturinn missti næstum stjórn á bílnum. Eftir að hafa náð stjórninni aftur, strauk hann hendinni laumulega upp eftir fæti hennar.
Nunnan sagði þá: "Mundu eftir Orðskviðunum 10:4".
Presturinn dró að sér hendina, en þegar hann skipti um gír strauk hann hendinni aftur upp eftir fæti hennar.
Aftur segir nunnan: "Mundu eftir Orðskviðunum 10:4".
Presturinn afsakaði sig og sagði: "Fyrirgefðu systir, holdið er veikt".
Er þau renna í hlað við klaustrið andvarpar nunnan þunglega og fer sína leið.
Þegar presturinn kemur í kirkjuna flettir hann upp Orðskviðunum 10:4. Þar stóð: " Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd".
Boðskapur sögunnar:
Ef þú ert ekki vel upplýstur í starfi þínu gætirðu misst af stórkostlegum tækifærum
Lexía 3:
Sölumaður, ritari og deildarstjóri eru á leið í mat þegar þau finna fornan olíulampa.
Þau nudda lampann og út kemur töfraandi. Andinn segir: "Ég veiti hverju ykkar eina ósk".
"Ég fyrst! Ég fyrst!", segir ritarinn. "Ég vil vera á Bahamaeyjum á hraðbát algerlega áhyggjulaus". Og púff! Hún er horfin.
"Næst ég! Næst ég!", segir sölumaðurinn. "Ég vil vera á Hawaii að slaka á með einkanuddara og endalausar birgðir af Pina Colada og ástinni minni". Og púff! Hann er horfinn.
"Allt í lagi, það er komið að þér", segir andinn við deildarstjórann.
Deildarstjórinn segir: "Ég vil að þessi tvö verði komin aftur á skrifstofuna eftir mat".
Boðskapur sögunnar:
Alltaf láta yfirmanninn tala fyrst.
Dægurmál | 3.3.2009 | 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að ljúka
við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í samfestinginn
hans.
Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn strák, sem sagði ?
"Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn"
Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið ? "Þessir hvolpar eru af góðu kyni
og kosta talsvert"
Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann og kom upp
með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíuogníukrónur ? er það nóg til að ég
megi skoða þá ?
"Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um
leið og hann kallaði ?
" Hingað Dolly ! "Dolly kom hlaupandi út úr hundahúsinu og ...
....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.
Augu stáksins ljómuðu ? já bara dönsuðu af gleði þar sem hann horfði á þá í
gegn um girðinguna.
Þegar hundarnir nálguðust.....
tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu ? síðan kom
enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.
Þótt þessi væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að halda í
við þá.
"Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.
Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. "Væni minn, þú vilt ekki þennan
hvolp Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir
hvolparnir."
Strákur færði sig frá girðingunni, beygði sig og þegar hann bretti upp aðra
buxnaskálmina,komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvorumegin við fótlegg
hans og voru festar við sérsmíðaðan skóinn.
Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á einhverjum að
halda sem skilur hann, sagði stráksi og horfði hann framan í bóndann.
Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann
varlega upp
og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins.
"Hvað kostar hann ?" spurði strákurinn
"Ekkert" svaraði bóndinn,
"Það kostar ekkert að elska"
Dægurmál | 18.2.2009 | 10:15 (breytt kl. 10:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fárviðri síðustu vikna, áttaði ég mig á, hvað það er gott að eiga góða að. Ekki er sjálfgefið að eiga "góða"vini sem þú getur talað við , treyst fyrir þínum hugrenningum ,grátið, hlegið og allt þar á milli.
Við erum svo ótrúlega vanþakklát, við Íslendingar. Við höfum sjaldnast kunnað að meta það sem við höfum, við viljum meira en það sem er í boði hverju sinni. Við tölum illa um þá sem eru í erfiðri aðstöðu til að taka á erfiðum málum, við vitum betur hvað skal gera ,við höfum öll þau ráð sem þarf til að koma þjóðinni betur.
Eða svo teljum við.!!! Hættum nú þessari þjóðarrembu... þessi smá þjóð sem á allt af öllu, og mun meira en margar aðrar þjóðir, sem hafa varla til hnífs og skeiðar...
Dægurmál | 17.11.2008 | 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Helgur maður var í viðræðum við Guð og sagði:
Guð, mig langar að vita hver munurinn er á himni og helvíti.
Við svo búið fór Guð með manninn að tvennum dyrum.
Hann opnaði aðra þeirra og hinn helgi maður leit inn.
Í miðju herbergisins var stórt hringlaga borð.
Á miðju borðsins var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo vel að
hinn helgi maður fékk vatn í munninn.
Fólkið sem sat við borðið var horað og veiklulegt.
Það leit út fyrir að vera að svelta í hel.
Fólkið hélt að skeiðum með löngu handfangi og hendur þeirra voru
bundnar við stólana en þó gátu þau veitt matinn upp úr pottinum með
skeiðinni.
En þar sem handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra þá gátu
þau ekki komið matnum úr skeiðinni upp í sig.
Hinn helgi maður varð undrandi á þeirri eymd og þjáningu sem við honum
blasti.
Guð sagði, 'Þú hefur nú séð inn í helvíti.'
Síðan fóru þeir að næstu hurð og opnuðu hana.
Við blasti sama sjón og í fyrra herberginu.
Stórt hringlaga borð með stórum potti fullum af pottrétti sem einnig
varð til þess að hinn heilagi maður fékk vatn í munninn.
Fólkið hafði sama búnað, þ.e. skeiðar með löngu handfangi. Munurinn
var hins vegar sá að þetta fólk var vel haldið, kátt,hresst og talaði saman.
Þetta sagðist hinn helgi maður ekki skilja.
Þetta er einfalt, sagði Guð.
En þetta krefst eins hæfileika.
Eins og þú sérð þá hefur þetta fólk lært að mata hvert annað á meðan
að hinir gráðugu hugsa eingöngu um sjálfan sig.
Dægurmál | 12.11.2008 | 12:27 (breytt kl. 12:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Varðandi þessa frétt,tel ég afar mikilvægt að fólk sé ekki með staðhæfingar varðandi atburð sem þennann, og það á prenti (bloggvinir)....... Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
![]() |
Sex ungmenni flutt á sjúkrahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 27.10.2008 | 22:20 (breytt kl. 22:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það hefur snjóað mikið hjá okkur á Dalvík, og börnin í plássinu himinglöð með þetta hvíta sem kemur að himmni ofan. Ekki tel ég að hinir sem eldri eru, séu eins glaðir með fönnina.
![]() |
Skíðasvæðið opnað á Dalvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 26.10.2008 | 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Finnur fær PRIK fyrir það að lækka laun sín..... (Kannski ekki stætt á öðru).
![]() |
Bað um launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 25.10.2008 | 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífið er mér hugleikið þessa dagana, ef til vill mun meira nú en áður, ástand þjóðarbúsins og þeir erfiðleikar sem þjóðin þarf að takast á við á næstu árum er ærið verkefni. Oft er það þannig ,þegar erfiðleikar steðja að, þá staldrar maður við og fer að meta betur það sem maður hefur í lífinu.
Við eigum að þakka fyrir tilvist okkar á jörðinni og meta það dag hvern, með jákvæðni, ást og fallegum hugsunum út í samfélagið. Ekkert er sjálfgefið , munum það.
Ljós breytir
öllum hlutum.
Frá einni mínútu til
annara
óþrjótandi
uppspretta undrunar,
gleði, fegurðar.
Dægurmál | 25.10.2008 | 01:13 (breytt kl. 01:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
![]() |
Vill ekki frysta eignir auðmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 23.10.2008 | 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar